Kári Steinn og Arndís Ýr fyrst í mark í Gamlárshlaupi ÍR

Arnar Pétursson ÍR kom annar í mark eftir mikla barátt við Ingvar Hjartarsson Fjölni á lokametrunum. Helen Ólafsdóttir ÍR varð önnur kvenna í mark um hálfri mínútu á eftir Arndísi og 12. í heild.
 
Upphaf og endir hlaupsins var við Hörpuna sem óneitanlega var við hæfi enda hlaupabúningar óvenju listfengir, enda keppendaflóran einstaklega fjölbreytt. Þarna voru alvöru keppendur sem kepptust við tíma í sínum fínasta keppnisgalla. Þarna voru einnig vel skreyttir jólasveinar og prinsessur sem nutu útiverunnar og að vera í góðum félagsskap. Nokkuð var um jólasveina og jakkafataklædda keppendur. Lukku-Láki mætti einnig til leiks með þá Daltonbræður væntanlega á leið í mark, en ekki á lögreglustöðina.
 
Úrslit hlaupsins í heild verða birt hér á hlaup.is
 
 

FRÍ Author