Kári Steinn keppir í fyrramálið í maraþoni í Berlín

A-lágmark á Ólympíuleikana er hins vegar 2:18 klst sem ná þarf í viðurkenndu hlaupi eins og í Berlínarmaraþoninu en heimsmetið var einmitt sett í Berlín þann 28. september árið 2008 af hinum 38 ára Haile Gebreselassie, hreint ótrúlegur tími, 2:03,59 klst.

 

Til gamans má geta þess að Kári Steinn og Gunnar Páll snæddu kvöldverð með Haile á föstudagskvöldinu við komuna til Berlín og var það skemmtileg og hvetjandi stund.

 

Um 100 Íslendingar taka þátt í hlaupinu sem er glöggt merki um það hversu margir Íslendingar eru farnir að stunda hlaup sér til heilsubótar, ánægju og fyrir félagsskapinn. Hægt verður að fylgjast með árangri þeirra og Kára Steins á www.hlaup.is en á vefsíðunni www.iaaf.org er fjallað um hlaupið og þá hörðu keppni sem verður um efstu sætin en það er mikill heiður að sigra í Berlín og gífurleg athygli sem hlaupið fær.

 

Á hlaup.is er einnig hægt að heita á Kára Stein en yfir 700.000 kr hafa nú þegar safnast í áheitum en Kári Steinn hlítur en fjárhæðinni er ætlað að standa straum af áframhaldandi undirbúningi fyrir leikana.

 

Óskum Kára Steini og öllum hinum Íslendingunum sem taka þátt í 38. Berlínarmaraþoninu góðs gengis og góðrar skemmtunar vonandi að sem flestir nái þar markmiðum sínum og fari heim með dýrmæta reynslu í pokahorninu.

FRÍ Author