Síðastliðinn sunnudag varð Kári Steinn Karlsson í 3.sæti i sínu öðru maraþonhlaupi á ferlinum. Hljóp hann maraþonið í Trevisio á Ítalíu á tímanum 2:18,53 s. Íslandsmet hans er 2:17,12 s frá því í Berlín síðastliðið haust. Spennandi verður að fylgjast með kappanum á Ólympíuleikunum í London í sumar en hann er annar tveggja frjálsíþróttamanna sem hafa þegar náð lágmarki á leikana. Hinn er spjótkastarinn og háskóladúxinn Ásdís Hjálmsdóttir.
Hægt er að styrkja Kára Stein meðal annars með því að fara á Saffran og kaupa sér réttinn hans.