Kári og Anita fyrstu Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi

Tími Kára Steins var 14 mín.  og 47 sek. Í öðru sæti var Björn Margeirsson UMSS á 14:52 mín. og þriðji Þorbergur Ingi Jónsson ÍR 15:45 mín. Aníta kom í mark á tímanum 17:36 mín og  Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni kom önnur í mark á tímanum 18:14. Skammt á eftir Arnísi var síðan Fríða Rún Þórðardóttir ÍR á  18:56 mín., en hún hefur hafið keppni að fullum krafti eftir barneignarleyfi frá hlaupum í fyrra.

Sveit ÍR sigraði í fimm manna sveitakeppni karla og kvenna í hlaupinu. Hlaupið var jafnframt 100 ára afmælishlaup Verkfræðingafélags Íslands en félagið var stofnað á Sumardaginn fyrsta ekki langt frá Ráðhúsinu.

Úrslit hlaupsins í heild sinni má sjá á hlaup.is

FRÍ Author