Jónas formaður Frjálsíþróttasambands evrópskra smáþjóða

Aðilarlönd AASSE eru auk Íslands: Andorra, Kýpur, Liecthenstein, Luxembourg, Malta, Monakó, San Marínó, Svartfjallaland. Þá hefur frjálsíþróttasamband Gíbraltar sótt um aðild að samtökunum.
 
Meginmarkið þessara samtaka er að gæta hagsmuna smáþjóða á vettvangi frjálsíþrótta í Evrópu, auk þess að hafa frumkvæði að þróunar- og fræðsluverkefnum aðilarlandanna. Sameiginlegur styrkur aðilarríkja AASSE er um fimmtungur atkvæðamagns á vettvangi EAA.
 
Jónas var eins og kunnugt er kjörinn í stjórn Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA) á þingi þess í London sl. vor.

FRÍ Author