Jöfn barátta í þrautinni í Novi Sad

Einar Daði Lárusson varpaði kúlunni 12,57 m sem gefa 641 stig og fór 1,92 m í hástökki sem gefa 731 stig. Hann er því með 3.021 stig eftir fjórar greinar, en keppnin í tugþraut á Evrópumeistaramótinu í Novi Sad er mjög jöfn og eru t.d. innan við 80 stig á milli 7. og 17. sætis. Einar Daði var í 14. sæti eftir fjórar greinar.
 
Hulda Þorsteinsdóttir stökk 3,65 m í forkeppni stangarstökkskeppninnar, en átti góðar tilraunir við 3,80 m sem hefðu dugað henni til að komast í úrslitakeppnina.
 

FRÍ Author