Keppnisgreinar verða 15 og eru eftirfarandi (með fyrirvara um breytingar):
Konur: 100m gr.,100m, 300m, 1500m, hástökk og spjótkast.
Karlar: 100 m, 300m, 1500m, hástökk, kúluvarp, spjótkast og sleggjukast.
Piltar 18-19 ára: Kúluvarp. Piltar 16-17 ára: Sleggjukast.
Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir hverja einstaklingsgrein. Þátttökugjald skal lagt inn á reikning 301-26-1150, kt: 491283-0339, áður en keppni hefst. Vinsamlegast tryggið að kvittun berist í tölvupósti á: gjaldkeri@armannfrjalsar.com.
Ógreidd þátttökugjöld verða innheimt hjá viðkomandi félögum er senda keppendur á mótið.
Verðlaun:
Mótaraðarverðlaun verða veitt fyrir 1. sæti í 10 greinum af FRÍ, en þær eru eftirtaldar fyrir bæði konur og karla: 100m, 300m og 1500m hlaup, hástökk og spjótkast. FRÍ veitir einnig Usain Bolt ilminn, svitalyktareyði og sturtusápu í verðlaun í 100m og 300m hlaupi karla og kvenna. Mótshaldari veitir hefðbundin verðlaun fyrir 1. sæti í öðrum greinum.
Stigakeppni:
Mælst er til þess að keppendur verði í félagsbúningi sínum á mótinu.
Mótsstjóri:
Freyr Ólafsson, Frjálsíþróttadeildar Ármanns.