JJ mót Ármanns í kvöld

Mótið hefst kl. 18:00, en fjölmargir frjálsíþróttamenn eru nú margir spenntir að finna út hvernig þeir koma undan vetri.
 
Hápunktur mótsins má ætla að verði um klukkan 19:00 þegar stíga á stokk tveir af öflugustu kösturum landsins, Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni og Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari úr FH. Þau munu í kvöld fyrst og fremst keppa við eigin met enda yfirburðarfólk í sínum greinum. Ásdís Hjálmsdóttir setti Íslandsmet sitt í spjótkasti á sama móti fyrir ári en þetta er eitt af fáum mótum á Íslandi sem Ásdís keppir á í sumar.
 
Auk þessara tveggja greina er vert að benda á einvígi Guðmundar Hólmars Jónssonar Ármanni og Arnar Davíðssonar FH í spjótkasti. Þeir bættu sig báðir mikið í fyrra og köstuðu yfir 70 metra. 
 
Þá má því segja að eftirvænting sé eftir keppni í öllum hlaupagreinum dagsins. Í mörgum greinum verður barist um landsliðssæti í kvöld.
 
Sjá dagskrá mótsins hér.

FRÍ Author