Íþróttaviku Evrópu hefst formlega sunnudaginn 23. september í Laugardalnum. Öllum er velkomið að koma og prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu. Frjálsar íþróttir verða í boði fyrir alla klukkan 12-14 í Laugardalshöll. Fleiri íþróttir eins og skylmingar, aquazumba, quigong og tai chi, rathlaup, göngufótbolti, strandblak og fleira skemmtilegt verður einnig í boði
Sirkus Íslands verður á sveimi milli kl. 12 og 15, andlitsmálun í boði í Laugardalshöllinni frá kl. 12-14 og leikhópurinn Lotta verður við Þvottalaugarnar kl. 11:30
Hér má finna Facebook viðburð BeActive dagsins
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir íþróttagreinar og tímasetningar:
Skylmingar, kl. 10:00 – 15:00 / Opið hús
Staðsetning: Undir stúkunni á Laugardalsvelli
Íslandsleikar Special Olympics, kl. 10:00 – 13:00 / Fótboltamót fatlaðra
Staðsetning: Þróttaravöllur
Aqua Zumba, kl. 10:30 og 13:30 / Fyrir alla, 25 mín. tími
Staðsetning: Laugardalslaug
Quigong og Tai Chi, kl. 11:00 og 14:00 / Fyrir alla
Staðsetning: Þvottalaugarnar í Laugardal
Frisbígolf, kl.12:00-15:00 / Fyrir alla
Staðsetning: Folfvöllur, Laugardal
Frjálsar íþróttir, kl. 12:00 – 14:00 / Fyrir alla
Staðsetning: Laugardalshöll
Rathlaup, frá kl. 12:30 / Fyrir alla
Staðsetning: Laugardalur
Ganga með leiðsögn, kl. 13:30 / Fyrir alla
Staðsetning: Frá Húsdýragarðinum
Göngufótbolti, kl. 13:30 – 15:00 / Fyrir alla
Staðsetning: Þróttaravöllur
Strandblak, kl. 14:00 / Fyrir alla
Staðsetning: Laugardalslaug
Hlaup og skotfimi, kl. 14:00 – 15:00 / Fyrir alla
Staðsetning: Þvottalaugarnar í Laugardal
Stafaganga, kl. 14:30 / Fyrir alla
Staðsetning: Þróttaravöllur