Íslensku keppendurnir bættu þrjú leikjamet í gær

Eins og fram kom í fréttum hér á síðunni í gær þá stóðu íslensku keppendurnir sig mjög vel á fyrsta keppnisdegi á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í gær og hlutu alls átta verðlaun, þar af fimm gullverðlaun.
 
Fram kom að okkar keppendur hefðu bætt tvö leikjamet, en rétt er að þau voru þrjú, því Bergur Ingi Pétursson bætti einnig leikjametið í sleggjukasti, en hann kastaði 70,60 metra og bætti þar með leikjamet sem Guðmundur Karlsson setti árið 1993 um 6,80 metra, en það var 63,80 metrar.
Þá bætti Ásdís eigið leikjamet frá árinu 2005 um 1,88 metra, en það var 57,05 metrar frá leikunum á Andorra.
Jóhanna Ingadóttir bætti metið í þrístökki um 37 sm, en það met var í eigu Mariu Diikiti frá Kýpur, sett árið 2003.
 
Íslenskir frjálsíþróttamenn eiga nú alls tólf leikjamet, en auk Ásdísar, Bergs Inga og Jóhönnu þá eiga eftirfarandi íslenskir frjálsíþróttamenn leikjamet:
Karlar:
* Jón Arnar Magnússon, 110m grindahlaup, 13,91 sek. (Reykjavík 1997, Íslandsmet).
* Einar Karl Haraldsson, Hástökk, 2,25 metrar (San Marino 2001, Íslandsmet).
* Pétur Guðmundsson, Kúluvarp, 19,60 metrar (Malta 1995).
* Vésteinn Hafsteinsson, Kringlukast, 59,60 metrar (Luxemborg 1995).
* Sigurður Einarsson, Spjótkast, 80,30 metrar (Andorra 1991).
Konur:
* Martha Ernstsdóttir, 5000m, 16:19,31 mín (Luxemborg 1995).
* Silja Úlfarsdóttir, 400m grindahlaup, 59,10 sek. (Mónakó 2007).
* Þórdís Gísladóttir, Hástökk, 1,86 metrar (Reykjavík 1997).
* Þórey Edda Elísdóttir, Stangarstökk, 4,40 metrar (Andorra 2005).
 
Skrá yfir leikjametið í öllum greinum eru að finna á heimasíðu Smáþjóðaleikana á Kýpur: www.cyprus2009.org.cy
 

FRÍ Author