Íslandsmet í hástökki og 4×100 metra hlaupi stóð upp úr á nýliðnu Unglingamóti UMFÍ í frjálsum íþróttum

Eva María Baldursdóttir (2003) HSK setti Íslandsmet í flokki 13 ára stúlkn er hún stökk 1,61 metra í hástökki og bætti eldra metið um 1 cm. Sveit ÍBR sló Íslandsmet í 4×100 metra boðhlaupi 16-17 ára stúlkna en þær hlupu brautina á 48,18 sekúndum. Metið er jafnframt Íslandsmet í flokki 18-19 ára stúlkna og í flokki 20-22 ára stúlkna. Í liði ÍBR voru þær Dagbjört Lilja Magnúsdóttir (2000), Tiana Ósk Whitworth (2000), Helga Margrét Haraldsdóttir (2001) og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (2001).

FRÍ Author