Það styttist óðfluga í sumarið og margir sem bíða spenntir eftir því að reima á sig hlaupaskóna og fara út að hlaupa í því góðviðri sem íslensk sumur bjóða uppá. Margir hafa staðið í ströngu í undirbúningi í allan vetur og ekki látið frost né sjókomu stoppa sig. Þessi einstaklingar fá nú bráðlega að sýna hvað í þeim býr og geta sett stefnuna á Íslandsmeistaratitla í nokkrum vegalengdum. Dagsetningar fyrir Íslandsmeistaramótin í götuhlaupi fyrir árið 2020 eru eftirfarandi.
Íslandsmeistaramót í götuhlaupi 2020
- 5km götuhlaup – Víðavangshlaup ÍR – 23.apríl
- 10km götuhlaup – Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og World Class – 2.júlí
- Hálft maraþon – Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka – 22.ágúst
- Maraþon – Vormaraþon Félags maraþonhlaupara – 25.apríl