"Fyrri keppnisdagurinn var gríðarlega spennandi og loksins þegar úrslit lágu fyrir, sem var undir miðnætti, var ljóst að stigakeppnin gæti ekki verið meira spennandi," segir í Benóný Jónsson farastjóri Íslenska liðsins í bloggfærslu sinni.
"Ísland í öðru sæti með 265 stig, Rétt á undan okkur er Kýpur með 273, munar þar 8 stigum. Í þriðja sæti er Ísrael með 262 stig, einungis þremur stigum á eftir Íslandi. Það verða tvö lönd sem fara upp um deild – það ætlum við að gera. Uppskeran var sannarlega góð í gær, Íslandsmet í 4×100 m boðhlaupi karla, þar sem slegið var 18 ára frægt met. Sigur í langstökki karla og 400 m hlaupi kvenna. Þvílíkir harðjaxlar þau Hafdís Sigurðardóttir og Kristinn Torfason, en þau negldu greinarnar sínar eftirminnilega. Síðan voru 6 silfur og fjögur brons. Aðrir keppendur stóðu sig hrikalega vel og mokuðu inn stigum. Við eigum raunhæfa möguleika á því að fara upp um deild, þar sem við eigum sterka keppendur í greinunum á seinni degi. Það er ekki eins heitt í dag eins og í gær, 75% skýjahula og aðstæður hentugar fyrir Íslenska keppendur. Á liðsfundi í gærkvöldi var mikil stemming, þarf ekki að taka það fram hér að fólk ætlar sér stóra hluti í dag. Nú er að bíta í skjaldarrendur og klára verkefnið. VIð ætlum okkur að sigra keppnina og ekkert annað," segir hann að lokum.
Stigastaðan eftir fyrri dag er sem hér segir:
1st Cyprus 273.5
2nd Iceland 265
3rd Israel 262
4th Moldova 255
5th Luxembourg 204
6th Azerbaijan 201
7th Georgia 167
8th Bosnia 163
9th Malta 150
10th Montenegro 139
11th Armenia 136
12th FYR Macedonia 95
13th AASSE 93
14th Albania 89
15th Andorra 62
2nd Iceland 265
3rd Israel 262
4th Moldova 255
5th Luxembourg 204
6th Azerbaijan 201
7th Georgia 167
8th Bosnia 163
9th Malta 150
10th Montenegro 139
11th Armenia 136
12th FYR Macedonia 95
13th AASSE 93
14th Albania 89
15th Andorra 62