Ísland fyrst til að taka upp nýtt fræðslukerfi fyrir þjálfara (CECS).

Ísland er fyrsta landið í Evrópu sem tekur upp hið nýja fræðslukerfi þjálfara (CECS) á vegum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF), samkvæmt frétt sem birt er á vef Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA).
FRÍ er líka fyrsta frjálsíþróttasambandið til að semja við háskóla um framkvæmd þessara námskeiða, því venjulega sjá frjálsíþróttasamböndin sjálf um fræðslu af þessu tagi. Eins og greint hefur verið frá, mun Háskólinn í Reykjavík sjá um kennslu á tveimur af fimm stigum kerfisins.
 
Þráinn Hafsteinsson frá HR og Jónas Egilsson form. Alþjóðanefndar FRÍ sóttu fund í Frankfurt í lok maí sl.
þar sem þeir ræddu við fulltrúa frá IAAF og EAA um framkvæmdina og útfærslu námskeiða hér á landi.
Á þeim fundi voru einnig fulltrúar frá Ungverjalandi, en þeir hafa áhuga á því að fara að fordæmi
Íslendinga í þessum málum.
 
Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Evrópu um verkefnið og fundinn í Frankfurt: hér.
 

FRÍ Author