Íris Anna Skúladóttir setti Íslandsmet í 3000m hindrunarhlaupi á Vormóti Fjölnis, 11:14,73 mín

Fleiri góðir árangar náðust á mótinu í kvöld m.a. hljóp Sveinn Elías Elíasson Fjölni á 10,89 sek. í 100m hlaupi og Magnús Valgeir Gíslason Breiðablik bætti
sinn besta árangur, kom annar í mark á 11,07 sek.
Í 100m hlaupi telpna hljóp Dóróthea Jóhannesdóttir ÍR á mjög góðum tíma, 12,72 sek, en hún er aðeins 14 ára gömul.
Hin 15 ára gamla Stefanía Valdimarsdóttir Breiðabliki stórbætti sinn besta árangur í 400m hlaupi, hljóp á 57,18 sek. og stöllur hennar úr Breiðabliki, þær
Herdís Helga Arnalds og Arndís María Einarsdóttir bættu sig einnig, Herdís Helga hljóp á 58,21 sek. og Arndís María á 59,31 sek.
 
Keppt var í fjölmörgum greinum 14 ára og yngri í kvöld, en heildarúrslit eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.

FRÍ Author