Íris Anna hefur lokið keppni á HM unglinga, hljóp á 10:50,45 mín

Tólf stúlkur komust áfram í úrslit, en tólfti tími sem tryggði þátttöku inn í úrslitahlaupið var 10:23,88 mín.
Íris Anna hefur þá lokið þátttöku á mótinu, en á morgun hefur Sveinn Elías Elíasson keppni í tugþraut.
Tuttugu keppendur eru skráðir til leiks í tugþrautarkeppninni og á Sveinn Elías 8. besta árangur skráðra keppenda, en drengjamet hans er 7.274 stig frá sl. ári. Þeir sem skráðir eru eiga frá 7094-7766 stigum, svo ljóst er að keppnin verður jöfn og hörð í tugþrautinni.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org
 

FRÍ Author