ÍR sigraði í stigakeppni MÍ 11-14 ára

Mikil þátttaka var á mótinu, en alls voru yfir 380 keppendur skráðir til leiks, sem mun vera mesta þátttaka á þessu móti frá upphafi. Þessi mikla þátttaka frá mörgum sambandsaðilum sýnir að mikill þróttur er í starfinu víða um land.
 
Ásamt því að sigra heildarstigakeppnina sigraði ÍR líka í piltaflokki 14 ára og telpnaflokki 13 ára. HSK/Selfoss sigraði í telpnaflokki 14 ára og stelpnaflokki 11 ára. Breiðablik, FH, Fjölnir og UMSS sigruðu hvert einn aldursflokk sem sýnir að mikil breidd er í þessum aldurshópi í frjálsíþróttum.
 
Öll úrslit á mótinu, bæði einstaklinga og liða, er hægt að sjá á Mótaforriti FRÍ sem birt er á heimsíðu sambandsins og hægt er nálgast beint hér.

FRÍ Author