ÍR með forystu eftir fyrri dag

ÍR er með forystu eftir fyrri dag í samanlagðri stigakeppni FRÍ með 75 stig. FH og Fjölnir/Ármann eru jöfn í öðru til þriðja sæti með 68 stig hvort félag. Mikil spenna og keppni er á milli efstu liða bæði í karla og kvennakeppninni. Í kvennakeppni er jöfn og spennandi keppni milli ÍR sem hefur eins stigs forystu á Fjölni/Ármann í fyrsta sæti með 36 stig. Í karlakeppninni er FH með tveggja stiga forystu á ÍR, með 41 stig á móti 39 stigum ÍR.

FRÍ Author