ÍR Íslandsmeistari félagsliða

ÍR sigraði í heildarstigakeppni MÍ með 40.207 stig og þar með titilinn Íslandsmeistari félagsliða í frjálsíþróttum. FH varð í 2. sæti með 38.163 stig, en þessi lið höfðu talsverða yfirburði. Næsta lið, Breiðablik var með 17.610 stig.
 
 
 
 
FH hlaut langflest stig í karlaflokki, 30.239. ÍR í 2. sæti með 17.606 stig og í 3. sæti var Breiðablik með 7.546 stig.
 
 
 
Í kvennaflokki hlaut ÍR flest stig eða 22.601. Í öðru sæti var Ármann með 12.282 stig og í þriðja sæti varð Breiðablik með 10.064 stig.
 
 
 
 
Öll úrslit mótsins er að finna í mótaforritinu á heimasíðu FRÍ "fri.is"

FRÍ Author