ÍR hefur bikarvörn með sókn á seinni degi Bikarkeppninnar

Fjóla Signý Hannesdóttir HSK sigraði í 100 m grind kvenna á 14,29 sek. en meðvindur var of mikill. Stefanía Valdimarsdóttir Breiðabliki varð önnur á 14,90 sek og Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH í því þriðja með 15,07 sek. Einar Daði Lárusson sigraði sannfærandi í 110 m grindarhlaupi karla á 14,68 sek. Í 800 m hlaupi kvenna sigraði Aníta Hinriksdóttir örugglega, en hún hljóp samt rólega miðað við hennar besta tíma. Sigurtími hennar var 2:15,18 mín. Kristinn Þór Kristinsson HSK sigraði í 800 m hlaupi karla á 2:10,41 mín, eftir mjög magnaðan 200 m endasprett í keppni við Björn Margeirsson og Snorra Stefánsson ÍR.
 
Tvöfaldur Norðlenskur sigur var í 200 m hlaupi, en Hafdís Sigurðardóttir sigaraði næsta auðveldlega í kvennaflokki og Kolbeinn Höður Gunnarsson var öruggur sigurvegari í karlaflokki á mjög góðum tíma eða 21,82 sek. Í þrístökki karla sigraði Kristinn Torfason eftir jafna keppni við Harald Einarsson HSK og Heimi Þórisson ÍR.
 
Fríða Rún Þórðardóttir sigraði í 3000 m hlaupi kvenna eftir jafnt hlaup við Rannveigu Oddsdóttur Norðurlandi. Þorbergur Ingi Jónsson ÍR sigraði örugglega í 5000 m hlaupi karla en Sigurbjörg Árni Arngrímsson Norðurlandi.
 
Í hástökki karla sigraði Einar Daði Lárusson ÍR en hann stökk 1,99 m og í öðru sæti varð Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki með 1,96 m, en hann bætti sinn persónulega árangur í keppninni.
Strekkingsvindur að norðan og lágt hitastig settu mark sitt á árangur og frammistöðu keppenda á seinni degi Bikarkeppni FRÍ, en að öðru leyti voru keppnisaðstæður góðar. Vegna aðstæðna lögðu keppendur megináherslu á sæti og stig fyrir sín félög en síður árangur.

FRÍ Author