ÍR bar sigur úr býtum í stigakeppni MÍ 15-22 ára

Í flokki 15 ára stúlkna sigraði UMSS með 50 stig, í öðru sæti Breiðablik með 48 stig. Akureyringar urðu í þriðja sæti með 37 stig. Í flokki 16-17 ára stúlkna sigraði sannfærandi ÍR með 95 stig, en í öðru sæti var lið FH með 35 stig. ÍR sigraði einnig flokk 18-19 ára stúlkna mjög afgerandi með 54  stig en USÚ var í öðru sæti með 15 stig. Í flokk 20-22 ára kvenna sigraði lið FH örugglega með 60 stig en ÍR-ingar urðu í öðru sæti með 35 stig

Í flokki 15 ára pilta bar FH sigur úr býtum með 40 stig en lið Aftureldingar var aðeins stigi á eftir með 49 stig. Breiðablik var í þriðja sæti með 32 stig. Breiðabliksmenn sigruðu í flokki 16-17 ára pilta með 69 stig en í öðru sæti var ÍR með 63,5 sig. Blikar sigruðu einnig í flokki 18-19 ára pilta með 51 stig en Skagfirðingar (UMSS) or ÍR-inga urðu jafnir í öðru sæti með 33 stig hvort lið. ÍR hlaut flest stig í flokki karla 20-22 ára eða samtals 85, en þar voru Breiðbliksmenn í öðru sæti með 37 stig.

Úrslit í stigakeppninni og önnur úrslit á mótinu má sjá hér.

FRÍ Author