ÍR-ingar bikarmeistarar 2013 innanhúss

Mikið var um góðan árangur sem gerist ekki oft í stigakeppni. Í stangarstökki bar það helst til tíðinda að tveir keppendur stukku yfir 5 metra þegar þeir Bjarki Gíslason Norðurlandi/UFA og Mark Winston stukku báðir 5 metra, en Bjarki bar sigur úr býtum þar sem hann fór yfir þá hæð í fyrstu tilraun. Nokkuð á óvænt sigraði Bjarki í þrístökki líka. Þetta er það í fyrsta sinn sem það gerist hér á landi síðan 1982, á 75 ára afmælismóti ÍR, að tveir íslenskir stökkvarar fara yfir 5 metran, en þá voru það Sigurður T. Sigurðsson og Kristján Gissurarson afrekuðu það.
 
Hafdís Sigurðardóttir sigraði einnig tvöfalt, í langstökki með 6,16 m og í 60 m á 7,70 sek sem er hennar besti árangur í greininni og jafnbesti árangur Hrafnhildar Eir úr ÍR sem varð 1/100 úr sek á eftir Hafdísi að þessu sinni. Hrafnhild sigraði nokkuð sannfærandi í 200 m hlaupinu. Kolbeinn Höður Gunnarsson Norðurlandi sigraði bæði í 60 og 400 m hlaupi. Í 60 m kom hann í mark á 7,09 sek. sem er næst besti tími hans og ársins innanhúss í ár og í 400 m á tímanum 48,26 sek eftir harða keppni við Trausta Stefánsson FH. Þorsteinn Ingvarsson og Kristinn Torfason urðu í 1. og 2. sæti í langstökkinu með 7,48 m og 7,11 metra.
 
Þórdís Steinsdóttir FH setti met bæði í flokki 13 og 14 ár stúlkna í 800 m hlaupi, þegar hún kom í mark á tímanum 2:16,46, en Björg Gunnarsdóttir ÍR sigraði á 2:15,28 sem er persónulegt met hjá henni í greininni.
 
Öll úrslit mótsins er að finna á mótaforriti FRÍ: http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2028D1.htm

FRÍ Author