Innanhússmótaskráin á næsta ári

Helstu innanhússmótin 2008:
 
Janúar:
 
19-20. Stórmót ÍR í Laugardalshöll
 
19 eða 20. Reykjavík International. Boðsmót á vegum FRÍ og FÍRR í Laugardalshöll
 
Febrúar:
 
02-03. MÍ 15-22 ára í Laugardalshöll
 
09-10. MÍ aðalhluti í Laugardalshöll
 
16-17. MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga í Laugardalshöll
 
24. Bikarkeppni FRÍ
 
29-02. NM öldunga í Laugardalshöll
 
Apríl:
 
05-06 MÍ 12-14 ára í Laugardalshöll
 
 
 
Eins og fram kemur er Stórmót ÍR fyrsta stóra innanhússmótið á árinu 2008 og þá er í undirbúningi boðsmót á vegum FRÍ og FÍRR (Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur) þessa sömu helgi. Mótið verður með svipuðu sniði og Reykjavíkurleikarnir á síðasta ári, en verður nú hluti af “Reykjavík International” sem ÍBR og Reykjavíkurborg standa að. Nokkrar íþróttagreinar munu halda alþjóðleg boðsmót í Laugardalnum þessa helgi og er stefnt að því að bjóða erlendum keppendum til mótins eins og undanfarin tvö ár á móti okkar besta frjálsíþróttafólki.

FRÍ Author