Ingi Rúnar Norðurlandameistari í tugþraut

Ingi Rúnar bætti jafnframt sinn besta árangur í þraut um 201 stig og sinn besta árangur í þremur greinum.  Um helgina náði Ingi Rúnar bestum árangri keppenda í fjórum greinum af tíu, langstökki, kúluvarpi, kringlukasti og stangarstökki og næst bestum árangri í hástökki.   Árangur hans í einstökum greinum í sigurþrautinni var eftirfarandi:
 
100 m: 11,39
Langstökk: 7,02 m PB
Kúluvarp: 14,45 m PB
Hástökk: 1,91 m
400 m: 51,74 m
110 m grind: 16,89 s
Kringlukast: 43,02 m
Stangarstökk: 4,60 m
Spjótkast: 49,99 m PB
1500 m: 4:51,87 mín
Stig: 7156 PB
 
Myndina tók Gunnlaugur Júlíusson

FRÍ Author