Iðunn Björg og Helga Margrét kepptu á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í morgun

Í morgun kepptu tveir keppendur frá Íslandi á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, þær Iðunn Björg Arnaldsdóttir ÍR og Helga Margrét Óskarsdóttir HSK/Selfossi.

Helga Margrét Óskarsdóttir keppti í undankeppni í spjótkasti. Hún kastaði lengst 37,84 m en hún á best 39,66 m. Var hún því nálægt sínu besta. Við óskum Helgu Margréti til hamingju með árangurinn!

Iðunn Björg Arnaldsdóttir keppti í 1500 m hlaupi. Hún hljóp á tímanum 4:56,49 mín og var hún að bæta sinn persónulega árangur um rúma sekúndu en hún átti áður 4:57,87 mín frá því á Meistaramóti Íslands fyrr í þessum mánuði. Virkilega vel gert hjá Iðunni!

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR keppir í dag í úrslitum í 200 m hlaupi kl. 14:15 á íslenskum tíma og hleypur hún á 8. braut.

Flottur árangur hjá stelpunum í morgun og við óskum Guðbjörgu Jónu góðs gengis í úrslitunum!

KOMA SVO!