Icesave hefur áhrif á mótaskrá FRÍ

Fyrirhugaðar kosningar, vegna Icesave málsins svokallaða, munu fara fram laugardaginn 6. mars næstkomandi í Laugardalshöll. Af þeim sökum mun MÍ 11-14ára ekki fara fram, líkt og getið er um í mótaskrá FRÍ, helgina 6. og 7. mars. Laugardalshöll er Aðalkjörstaður í Reykjavík og verður hluti frjálsíþróttahallarinnar notaður á kjördag. FRÍ hefur gert samkomulag við starfsmenn Laugardalshallar og ÍBR um að mótið færist yfir á næstu helgi þar á eftir, laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. mars. Sambandsaðilar eru beðnir velvirðingar á þessari breytingu.

FRÍ Author