Í BEINNI – Bikarkeppni FRÍ

Verið velkomin í beina textalýsingu frá 14. Bikarkeppni FRÍ innanhúss. Hér munu helstu úrslit og myndir berast frá mótinu um leið og greinum lýkur. Til þess að fá nýjustu fréttir þarf að uppfæra síðuna reglulega.
Beinni textalýsingu er lokið.

FH Bikarmeistari innanhúss 2020

FH varð bikarmeistari innanhúss með 107 stig í heildarstigakeppninni. FH sigraði einnig í karlakeppninni með 49 stig og í kvennakeppninni með 58 stig.

Síðustu greinar dagsins voru 4×200 metra boðhlaup þar sem ÍR og FH skiptu með sér sigrinum. Í kvennahlaupinu sigraði sveit ÍR á 1:40,96 mínútum, sveitina skipuðu Ásta Margrét Einarsdóttir, Agnes Kristjánsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Andrea Torfadóttir. Hjá körlunum sigraði FH á 1:29,22 mínútum, í sveitinni voru Daði Lár Jónsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson.

Aðeins boðhlaupið eftir

Aðeins eru tvær greinar eftir af bikarkeppninni í ár. Það eru 4×200 metra boðhlaup karla og kvenna. Stigastaðan fyrir boðhlaupið er eftirfarandi:

Heildar keppni
1. FH-A – 93 stig
2. ÍR-A – 88 stig
3. Breiðablik – 70 stig

Karla keppni
1. FH-A – 42 stig
2. ÍR-A – 40 stig
3. Breiðablik – 31 stig

Kvenna keppni
1. FH-A – 51 stig
2. ÍR-A – 48 stig
3. Breiðablik – 39 stig

FH tekur forystu með tvö gull

Guðni Valur Guðnason, ÍR-A, sigraði í kúluvarpi 18,22 metra löngu kasti. Í öðru sæti varð Kristján Viktor Kristinsson, ÍR-B og í þriðja varð Tóma Gunnar Gunnarsson Smith úr FH-A.

Guðni Valur

Í langstökki kvenna sigraði Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki með 5,71 metra stökk. Önnur verða María Rún Gunnlaugsdóttir, FH með 5,52 metra og þriðja Elma Sól Halldórsdóttir, ÍR-A 5,13 metra.

Birna Kristín

Í 400 metra hlaupi karla sigraði FH-ingurinn Kormákur Ari Hafliðason á 48,69 sekúndum og í þrístökkinu sigraði liðsfélagi hans úr FH, Kristinn Torfason, með 14,09 metra stökki. Aðeins tveimur sentimetrum styttra stökk Bjarki Rúnar Kristinsson, Breiðabliki og varð hann annar.

Kristinn Torfason

Fjórtán greinum af sextán er lokið og FH hefur forystu með 93 stig.

Enn jafnt eftir tíu greinar

Úrslitin í stangarstökki kvenna eru orðin ljós en þar sigraði Karen Sif Ársælsdóttir, Breiðabliki á nýju perónulegu meti. Hún stökk 3,53 metra sem var 10 sentimetrum hærra en Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal, ÍR sem stökk 3,43 metra.

Stangarstökk kvenna
1. Karen Sif Ársælsdóttir, Breiðablik – 3,53 metrar
2. Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal, ÍR – 3,43 metrar
3. Bogey Ragnheiður Leósdóttir, FH-A – 3,33 metrar

Karen Sif

Í 400 metra hlaupi kvenna sigraði FH-ingurinn Þórdís Eva Steinsdóttir á 56,49 sekúndum. Önnur varð Ingibjörg Sigurðardóttir, ÍR og þriðja Sara Hlín Jóhannasdóttir, Breiðabliki, báðar á nýju persónulegu meti.

Stigastaðan eftir tíu greinar
1. FH-A – 67 stig
2. ÍR-A – 67 stig
3. Breiðablik – 48 stig

Hnífjafnt þegar mótið er hálfnað

Átta greinum af sextán er nú lokið og mótið því hálfnað. Sæmundur Ólafsson, úr ÍR, sigraði 1500 metra hlaupið nokkur örugglega á 4:11,92 og fékk þar sjö stig fyrir ÍR. Á meðan fengu FH-ingar aðeins 4 stig og því saxaði ÍR niður forskot FH og því eru þessi lið jöfn að stigum með 53 stig hvort. Í kvennakeppninni leiðir FH með 30 stig en í karlakeppninni leiðir ÍR með 25 stig.

Sjö greinum lokið af sextán og FH með forystu

Síðustu tveimur greinar til þess að ljúka var kúlvarp kvenna og 1500 metra hlaup kvenna. Í kúluvarpinu sigraði Britnay Emilie Folrrianne Cots úr FH með 13,41 metra kast og í 1500 metra hlaupinu sigraði Aníta Hinriksdóttir, ÍR á 4:48,22 mínútum.

Stigastaðan eftir sjö greinar
1. FH-A – 49 stig
2. ÍR-A – 46 stig
3. Breiðablik – 31 stig

Ægir Örn sigrar í hástökki

Í hástökki fór Ægir Örn Kristjánsson, Breiðabliki með sigur af hólmi. Hann stökk 1,96 metra sem er nýtt persónulegt met

Ægir Örn

Stangarstökk og kúluvarp kvenna og hástökk karla í gangi

Stangarstökk og kúluvarp kvenna sem og hástökk karla er í fullum gangi. Í stangarstökki kvenna hafa þrjár stökkið yfir 3,03 metra. Bogey Ragnheiður Leósdóttir, FH-A, Karen Sif Ársælsdóttir, Breiðbliki og Thelma Rós Hálfdánardóttir, FH-B. Næsta hæð er 3,13 metrar.

Í kúluvarpi kvenna er Britnay Emilie Folrrianne Cots, FH-A í forystu með 13,41 metra kasti.

Í hástökki karla eru tveir keppendur eftir. Einar Daði Lárusson, ÍR-A og Ægir Örn Kristjánsson, Breiðbliki. Þeir hafa báðir stokkið yfir 1,93 metra.

ÍR og FH sigur í 60 metra hlaupi

Í 60 metra hlaupi kvenna sigraði Andrea Torfadóttir, ÍR, á nýju persónulegu meti. Hún kom í mark á 7,65 sekúndum sem er bæting um 3/100 frá því á MÍ fyrir tveimur vikum.

60 metra hlaup kvenna
1. Andrea Torfadóttir, ÍR – 7,65 sek
2. Þórdís Eva Steinsdóttir, FH – 7,96 sek
3. Agla María Kristjánsdóttir, Breiðablik – 8,15 sek

60 metra hlaup karla
1. Kolbeinn Höður Gunnarsson, FH – 6, 93 sek
2. Dagur Andri Einarsson, ÍR – 7,11 sek
3. Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Fjölnir/Afturelding – 7,15 sek

Stigastaðan eftir fjórar greinar
1. FH-A – 29 stig
2. ÍR-A – 25 stig
3. Breiðablik – 20 stig

Tvöfaldur FH sigur í 60 metra grind

Í 60 metra sigraði FH tvöfalt. María Rún Gunnlaugsdóttir sigraði á 8,85 sekúndum og Árni Björn Höskuldsson sigraði á 8,57 sekúndum sem er bæting. FH tekur þar með forystu í stigakepnninni með 15 stig.

60 metra grind kvenna
1. María Rún Gunnlaugsdóttir, FH-A – 8,85 sek
2. Birna Kristín Krisjánsdóttir, Breiðablik – 8,88 sek
3. Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK – 9,05 sek

60 metra grind karla
1. Árni Björn Höskuldsson, FH – 8,57 sek
2. Einar Daði Lárusson, ÍR-A – 8,67 sek
3. Dagur Fannar Einarsson, HSK – 8,93 sek

Stigastaðan eftir tvær greinar
1. FH-A – 15 stig
2. Breiðablik – 11 stig
3. HSK – 11 stig