Hulda Þorsteinsdóttir stökk 3,95 í stöng

Þetta er góð bæting hjá Huldu því hún átti best áður 3,85 m frá síðasta mánuði innanhúss og hún á best 3,80 utanhúss frá því í fyrra.  Með þessum árangri hefur Hulda náð þeim lágmarksárangri sem settur er fyrir þátttöku á HM unglinga sem haldið verður í Moncton í Kanada í 19. – 25. júlí sumar.
 
Hulda æfir stangarstökk undir leiðsögn Þóreyjar Eddu Elísdóttur afrekskonu í stangarstökki.

FRÍ Author