Hulda stökk 3,70 metra, þriðji besti árangur í stangarstökki kvenna.

Hulda Þorsteinsdóttir ÍR stökk yfir 3,70 metra á móti í Keverlar í Þýskalandi á laugardaginn og bætti sinn besta árangur utanhúss um hálfan metra, en hún átti best 3,20m frá árinu 2007. Hulda stökk í vetur 3,60 metra innanhúss, en hún sleit krossbönd í stangarstökkskeppni fyrir ári síðan. Þetta er þriðji besti árangur í stangarstökki kvenna frá upphafi, aðeins Þórey Edda Elísdóttir FH, íslandsmethafi (4,60m) og Vala Flosadóttir ÍR (4,50m) hafa stokkið hærra.
 
Hulda hefur notið handleiðslu Þóreyjar Eddu í vetur og er það nú greinilega að skila sér. Hulda, sem verður 18 ára eftir tvo daga keppir á tveimur mótum til viðbótar í Þýskalandi á næstu dögum, í Duisburg á fimmtudaginn og í Mannheim nk. laugardag. Hulda stefnir á að ná lágmarki fyrir EM unglinga 19 ára og yngri, sem fram fer í Novi-Sad 23.-26 júlí, en lágmarkið inn á það mót er 3,80 metrar.
 

FRÍ Author