HSK Selfoss sigraði með yfirburðum á MÍ 11-14 ára

Sama röð varð á félögunum þegar talin voru verðlaun. HSK/Selfoss 69 verðlaun, þar af 25 gull, FH 29 þar af 13 gull og UFA 29 þar af 9 gull. 
 
Heildar úrslit má finna á vefnum hér: http://tinyurl.com/heildarurslit
 
Lið UFA vakti sérstaka athygli með góðri stemmningu í stúkunni í stórum og góðum hópi.
 
Um helgina voru sett tvö aldursflokkamet. Það gerðu þau Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni, þegar hann stökk 1,72m í hástökki 13 ára pilta og Glódís Edda Þuríðardóttir þegar hún hljóp 80m grindahlaup á 12,43s í flokki 13 ára stúlkna. Yfirlit yfir önnur mótsmet og persónulegar bætingar má finna í mótaforriti á eftifarandi vefslóð:
 
http://tinyurl.com/framfor

FRÍ Author