Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri var haldin á Akureyri á sunnudaginn. Tæplega 130 keppendur komu víðs vegar að og var keppt í 11 greinum. Sautján lið tóku þátt, níu í stúlknaflokki og átta í piltaflokki. Tvö mótsmet voru sett þegar Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni stökk 1,92 í hástökki og Glódís Edda Þuríðardóttir Hjaltadóttir UFA hljóp 80 metra grindahlaup á 11,71 sekúndum. Þessi met eru jafnframt aldursflokkamet í flokki 14 ára pilta og stúlkna.
Þó nokkuð var um aðrar persónulegar bætingar og má finna ítarleg úrslit á vefsíðu FRÍ.
Helstu úrslit í liðakeppni:
Stúlknaflokkur:
- HSK A-lið 76 stig
- UFA / UMSS 71 stig
- Íþróttabandalag Reykjavíkur 67 stig
Piltaflokkur:
- HSK A-lið 69 stig
- Fjölnir / Afturelding 56 stig
- Íþróttabandalag Reykjavíkur 53 stig
Samanlögð úrslit:
- HSK A-lið 145 stig
- Íþróttabandalag Reykjavíkur 120 stig
- UFA / UMSS 110 stig