HSK bikarmeistari 15 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fór fram á Selfossi fyrr í dag. Sjö lið frá sex félögum kepptu í tuttugu greinum um Bikarmeistartitilinn. Í heildarstigakeppninni sigraði A-lið HSK en HSK/Selfoss hefur sigrað þessa keppni fjórum sinnum á síðustu fimm árum.

HSK-A sigraði með 110 stig, í öðru sæti varð Ármann með 103 stig og í þriðja sæti varð Breiðablik með 96 stig. Í stúlknakeppninni sigraði Ármann með 61 stig og í piltakeppninni sigraði Breiðablik með 62 stig.

Heildarstigakeppni
1. HSK A-lið – 110 stig
2. Ármann – 103 stig
3. Breiðablik – 96 stig

Stúlknakeppni
1. Ármann – 61 stig
2. HSK A-lið – 52 stig
3. FH – 49 stig

Piltakeppni
1. Breiðablik – 62 stig
2. HSK A-lið – 58 stig
3. Ármann – 42 stig

Hér má sjá heildarúrslit mótsins

Aðstæður á mótinu voru góðar og fjölmargir keppendur sem voru að bæta sinn besta árangur. Í hástökkinu var jöfnun á stúlknameti 13 ára. Það var Ísold Assa Guðmundsdóttir, Selfossi, sem náði þeim árangri þegar hún stökk yfir 1,63 metra og bar sigur úr býtum.

Ísold Assa