Hreinn Halldórsson sæmdur heiðurskrossi FRÍ

Í gær var opnuð glæsileg sýning í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum um Hrein Halldórsson, Strandamanninn sterka. Sýningin er sett upp í tilefni af því að nú eru fjörtíu ár liðin frá því Hreinn varð Evrópumeistari í kúluvarpi innanhúss í San Sebastian á Spáni. Við opnunina talaði Freyr Ólafsson formaður FRÍ og sæmdi um leið Hrein heiðurskrossi FRÍ.