HM í London 2017

Sebastian Coe lávarður er einnig formaður undirbúningsnefndar Ólympíuleikana í London á næsta ári og hefur verið í forystuy fyrir því að frjálsíþróttavellinum væri haldið á nýja leikvanginum eftir Ólympíuleikanna. Áhugi knattspyrnuliðanna Totthenham og West Ham hefur verið mikill á að ná stjórn á vellinum og fjarlægja frjálsíþróttavöllinn. Þeim málum er reyndar ekki enn lokið.
 
Þessi ákvörðun IAAF styrkir Coe líka í baráttunni um formennsku í IAAF eftir fjögur ár. Þá mun núverandi formaður Lamine Diack láta af embætti en hann tók við formennskunni af Primo Nebiolo sem lést rétt fyrir aldamótin. Helsti keppinautur Coe um formennskuna, Sergei Bubka, studdi tillögum um Doha og þykir hafa orðið fyrir skakkaföllum þess vegna. Bubka var einnig fyrir miklu áfalli á síðasta þingi IAAF þegar hann var nærri búinn að tapa sæti sínu í stjórninni, en hann var fyrsti varaformaður sambandsins á síðasta kjörtímabili.  

FRÍ Author