Bergur Ingi hefur keppni í undankeppn sleggjukasts sem hefst kl. 11:20 að íslenskum tíma á á morgun laugardaginn 15. ágúst sem er fyrsti keppnisdagur mótsins.
Undankeppni í spjótkasti kvenna hefst síðan á sunnudaginn kl. 10:15 að íslenskum tíma, þar sem Ásdís Hjálmsdóttir verður meðal keppenda að sjálfsögðu.
Ríkissjónvarpið verður á hverju kvöldi með samantektarþætti frá helstu viðburðum á meðan keppni stendur, en um næstu helgi verður sýnt beint frá síðustu tveimur keppnisdögunum, á laugardag og sunnudag.
Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins á heimasíðu IAAF: www.iaaf.org
Einnig verður Eurosport með útsendingar frá mótinu fyrir þá sem hafa aðgang að erlendum sjónvarpsstöðvum.