HM 19 ára og yngri, allar að keppa í dag

Helga Margrét mun keppa í 3 greinum í dag og klára sjöþrautina. Hún var ekki alveg sátt við gærdaginn en hún ætlar sér mikið í dag og við vitum hvað í henni býr. Allir að senda baráttukveðjur úr.
 
Sveinbjörg mun keppa í úrslitum í langstökkinu í kvöld og var mikil spenna komin í hana áðan. Mikil tilhlökkun er hjá henni til að keppa og óskum henni góðs gengis í kvöld.
 
Hulda keppir í undankeppni í stangarstökki núna eftir smá stund. Hún átti að keppa í gær en vegna mikillar rigningar var keppnin færð yfir á daginn í dag. Gaman verður að sjá hvort hún nái að bæta sig og fara yfir 4 metrana í dag.
 
ÁFRAM ÍSLAND….

FRÍ Author