Hlynur með bætingu í 3000m hindrunarhlaupi

Hlynur Andrésson hefur verið að hlaupa gríðarlega vel að undanförnu og komið með hverju bætinguna á fætur annarri. Nú um helgina varð hann í 2. sæti í 3000m hindrunarhlaupi á Mið Ameríkumótinu í Bandaríkjunum. Hann hljóp á tímanum 8:56,54 mín sem er bæting hjá honum og 4. besti tími Íslendings frá upphafi. Splittin voru mjög jöfn og Hlynur var ekki langt frá sigurvegaranum en rétt um tvær og hálf sekúnda skildu þá að.

Innilega til hamingju Hlynur með glæsilegt hlaup!