Hlynur Andrésson setti nýtt Íslandsmet í 5km hlaupi og Hilmar Örn sigraði í sleggjukasti!

Hlynur Andrésson og Hilmar Örn Jónsson kepptu á Virginia Challenge háskólamótinu í Bandaríkjunum um helgina. Hlynur gerði sér lítið fyrir og var fyrstur Íslendinga til að brjóta 14 mínútna múrinn í 5km hlaupi. Hann hljóp á tímanum 13:58.91 sem er nýtt Íslandsmet og hann bætti eigið met sem var 14:00.83. Við óskum honum innilega til hamingju með það. Hilmar Örn stóð sig ekki síður vel. Hann náði risakasti í síðustu umferð til að sigra keppnina, með kasti upp á 71.09 metra, í algjöru sentimetrastríði. Þetta var lengsta kast hans á árinu en hann á best 72.38 metra frá Eugene í fyrra.

Tenglar fyrir úrslit mótsins

Hilmar:

http://flashresults.com/2018_Meets/Outdoor/04-20_VirginiaChallenge/139-1_compiledSeries.htm

Hlynur:

http://flashresults.com/2018_Meets/Outdoor/04-20_VirginiaChallenge/127-1_compiled.htm