Hlynur að bæta eigið Íslandsmet

Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi á mótinu KBC Nacht í Belgíu. Hann kom í mark á 13:57,89 mínútum og var níundi í sínum riðli. Fyrra Íslandsmet Hlyns var 13:58,91 mínúta og setti Hlynur það í Bandaríkjunum í apríl 2018.

Hlynur var nú að bæta Íslandsmetið í greininni í þriðja skipti en hann bætti það fyrst í apríl 2017. Þá hafði metið staðið frá því árið 2010 eða frá því að Kári Steinn Karlsson hljóp á 14:01,99 mínútu.