Hlaupaþjálfaranámskeiði lokið

Langhlaupanefnd FRÍ stóð fyrir námskeiði fyrir hlaupaþjálfara, helgina, 8. og 9. júní 2019.

Leiðbeinandi var Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi
hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari. Það er sannarlega fengur fyrir okkur að hafa fengið hann til landsins aftur.

Námskeiðið stóð yfir í tvo daga og var markmiðið að gefa þátttakendum innsýn inn í hlaupaþjálfun bæði bóklega og verklega. Verklegi hluti námskeiðsins fór fram á grænu svæði í kringum laugardalinn og lék sólin við þáttakendur á meðan Max sýndi þeim mismunandi hlaupastíla, hlaupatækni og max púls æfingar.

Max Boderskov bauð einnig upp á súrefnisupptökupróf fyrir hlaupara sem fór fram í World Class í Laugardalnum.

Mjög góð mæting var á námskeiðið og þakkar FRÍ og Langhlaupanefndin þeim sem sýndu námskeiðinu áhuga.