Hittingur hjá Úrvalshóp FRÍ

Næsta laugardag eru Silfurleikar ÍR og verða hugaður hittingur sem átti upphaflega að vera á laugardeginum verður færður yfir á sunnudaginn 21.nóvember (daginn eftir)  í Smáranum Kópavogi . Við viljum hvetja þá sem hafa aldur í úrvalshópnum að keppa og hina til að fara og horfa á mótið.
 
Á laugardeginum verður reyndar einn fyrirlestur fyrir úrvalshópinn, áður en mótið hefst. Hann hefst klukkan 9:30 og verður á ÍSÍ. Þetta verður fyrirlestur með Vésteini Hafsteinssyni og má enginn missa af þessum frábæra fyrirlestri.
Á sunnudeginum er svo hittingurinn hjá úrvalshópnum í Smáranum Kópavogi, hefst klukkan 11 og er til að verða 15. Matur þar í boði sem kostar 500kr.
 
Afrekshópurinn og landsliðið hittist einnig á laugardeginum. Þar byrjar dagskráin klukkan 10:30 með fyrirlestur hjá Hauk Inga í sal niður  ÍSÍ. Eftir hádegið verður síðan fyrirlestur hjá næringarfræðing. Búið er að senda á allan hópinn en ef einhver hefur ekki fengið póstinn til sín þá hafið þið endilega samband á e-mailið tota@grindavik.is

FRÍ Author