Næstkomandi laugardag 20.apríl verður hittingur hjá þessum hópum niður í Laugardal. Farið verður í sameiginlegar æfingar fyrir hádegið (frá 10:00) þar sem hópnum er skipt upp eftir greinum. Landsliðshóparnir ná þá t.d. boðhlaupsæfingum fyrir sumarið.
Borðað verður saman í kaffiteríu ÍSÍ í hádeginu og verða fyrirlestrar á sal ÍSÍ eftir hádegið. Við fáum fyrirlestra um lyfjamál fyrir þessa hópa, Ásdís Hjálmsdóttir verður með fyrirlestur og einnig verður farið yfir stærstu mót næstkomandi sumars hjá hópunum og rætt um mótarröðina. Landsliðshópurinn fer einnig í búningamátun í loks dagsins.
Þessi dagur mun kosta 1000kr og á að borga á staðnum.
Hvetjum alla til að mæta sem eru í þessum hópum.