Æfingarnar gengu vel fyrir sig og gaman að sjá alla koma saman í sínum hópum.
Þegar æfingarnar voru búnar fóru allir í sturtu og komu saman niður á Kaffiteríu ÍSÍ í mat.
Eftir matinn var hópnum skipt upp eftir landsliðshóp og úrvalshóp. Það eru nokkrir sem eru í báðum hópunum og fylgdu þeir því landsliðshópnum.
Landsliðshópurinn fór fyrst á fyrirlestur hjá Þóreyju Eddu um dagskrá sumarsins. Farið var yfir hvaða stórmót verða í sumar, hvernig mótaröðin mun ganga fyrir sig, búningamál og fleira. Síðan fóru þau á fyrirlestur um lyfjamál hjá Örvari Ólafssyni sem kom fyrir hönd ÍSÍ.
Úrvalshópurinn byrjaði á fyrirlestri um lyfjamál og fékk síðan fyrirlestur hjá Þóreyju Eddu og Tótu (Þórunni Erlingsdóttur) um stórmót sumarsins og um mótaröðina.
Báðir hóparnir enduðu saman á fyrirlestri hjá Ásdísi Hjálmsdóttur spjótkastara sem fræddi okkur um hennar ferð á Ólympíuleikana. Rosalega flottur fyrirlestur hjá flottri fyrirmynd.
Myndir verða settar hér inn fljótlega frá þessum degi.