Hilmar Örn Jónsson sýnir enn og aftur einstaka tilburði í sleggjukastshringnum og ævintýralegar framfarir – kastaði karlasleggjunni 60,98m aðeins 17 ára.

Árangur Hilmars með karlasleggjunni á Coca Cola mót FH þann 6.ágúst síðastliðinn var ekki  heppniskast eins og kastsería hans hér að neðan ber með sér. Og ekki er um það að ræða að sleggja berist tilfallandi mun lengra en öllu jafnan vegna hreyfingar á andrúmlofti.  

Hilmar er í  ÍR en æfir mikið í Hafnarfirði í teymi með FH-ingum sem hafa í gegnum tíðina átt marga af fremstu sleggjuköstum þjóðarinnar frá upphafi og þar fremstur Íslandsmethafinn Bergur Ingi Pétursson. Íslandsmet Bergs er 74,48m frá árinu 2008 en þá var Bergur 23ára gamall sem kom honum ofarlega á heimslistann á sínum tíma. Hafnfirðingar búa yfir frábæru þjálfarateymi í sleggjukasti þar sem eru Eggert Bogason, kastþjálfari og Guðmundur Karlsson fyrrum Íslandsmethafi í sleggjukasti ásamt Jóni Sigurjónsson sem allir og sameiginlega hafa náð mjög góðum árangri í þjálfum sleggjukastara.

Hilmar Örn Jónsson (17ára) – kastsería með karlasleggju (7,26kg) á Coca Cola mót FH þann 6.  ágúst 2013:  
         
57,49 – 59,45 – 60,50 – 60,98 – x – 58,04

Dómari var Sigurður Haraldsson, verkfræðingur og frjálsíþróttafrömuður í Hafnarfirði.

FRÍ Author