Hilmar Örn í bætingaformi

Sigurvegari á mótinu um helgina var Hvít-Rússinn Yury Vasilchanka kastaði lengst 71,74 m, en Þjóðverjinn Simon Lang varða annar með 69,35 m.
 
Hilmar Örn hafði áður kastað 7,25 kg sleggjunni lengst 69,31 m á þessu tímabili, sem er ekki nema rétt hafið. Það var á öðru móti í Halle í Þýskalandi.
 
Með árangri sínum hefur Hilmar Örn náð lágmörkum fyrir EM 19 ára og yngri sem og 22 ára og yngri.
 
Hilmar hefur lengst þeytt 6 kg sleggjunni 77,54 m sem er landsmet í greininni.

FRÍ Author