Hilmar Örn Jónsson úr FH vann til gullverðlauna í sleggjukasti á Atlantic Coast Conference mótinu sem fram fór í Atlanta í Bandaríkjunum um helgina. Hilmar Örn, sem keppir fyrir háskólann í Virginíu, tryggði sér sigurinn strax í fyrsta kasti með kasti uppá 69,02 metra. Er þetta annað árið í röð sem Hilmar Örn ber sigur úr býtum á þessu sterka móti, sem er svæðismót margra mjög sterkra háskóla í Bandaríkjunum. Skólalið Hilmars hafnaði í öðru sæti í heildarstigakeppni mótsins, aðeins stigi á eftir sigurvegaranum sem kom úr Virginia Tech-skólanum. Hilmar er í feiknarlega góðu formi og verður því mjög spennandi að fylgjast með honum í sumar!
Hér fyrir neðan má sjá myndband af kasti Hilmars.