Hilmar Örn Jónsson FH keppti í gærkvöldi í undankeppni í sleggjukasti á Heimsmeistaramótinu í London. Hilmar Örn stóð sig mjög vel strax í byrjun. Hann kastaði sleggjunni 71,12 m í fyrstu tilraun en gerði næstu tvö köst ógild. Aðstæður voru mjög erfiðar vegna mikillar rigningar og gerði það keppendum erfitt fyrir.
Hilmar hafnaði í 14. sæti af 16 kösturum í fyrri hópi undankeppninnar og í 27. sæti af 32 keppendum í heildina.
Frábær árangur hjá Hilmari en hann var að keppa á sínu fyrsta stórmóti fullorðinna.
Til hamingju með árangurinn Hilmar!