Hilmar Örn með Íslandsmet í lóðkasti

Kastarinn Hilmar Örn Jónsson FH, sem er búsettur í Bandaríkjunum og keppir fyrir háskólann í Virginíu, bætti í gær eigið Íslandsmet í lóðkasti (15,0 kg) innanhúss.

Hilmar Örn kastaði lóðinu 21,37 m og bætti Íslandsmetið um 66 cm en metið var áður 20,71 m frá því í janúar 2017. Hilmar er búsettur í Bandaríkjunum og keppir fyrir háskólann í Virginíu.

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar Hilmari Erni innilega til hamingju með glæsilegan árangur!