Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson FH keppir á sínu fyrsta Heimsmeistaramóti í kvöld.
Hann keppir í fyrri kasthópi og hefst keppnin kl. 18:20 á íslenskum tíma. Hilmar Örn er sjötti í kaströðinni. Kasta þarf 75,50 metra eða lengra til þess að komast beint í úrslit en tólf keppendur munu keppa til úrslita í greininni. 32 keppendur eru skráðir til leiks, 16 í hvorum kasthópi.
Hilmar Örn hefur staðið sig mjög vel í keppnum sumarsins. Hann bætti eigið Íslandsmet í flokki 20-22 ára 8. júní sl. er hann kastaði 72,38 m á Bandaríska háskólamótinu í Eugene, Oregon.
Hilmar hafnaði í 7. sæti á Evrópumeistaramóti 20-22 ára í júlí sl. þar sem hann kastaði 69,96 m og vantaði aðeins 65 cm upp á að komast í verðlaunasæti.
Hér má sjá öll úrslit, tímaseðla og startlista.
Við óskum Hilmari góðs gengis í kvöld!
ÁFRAM ÍSLAND!!