Hilmar og Vigdís að bæta eigin Íslandsmet

FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir bættu bæði eigin Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika í dag.

Hilmar Örn kastaði 75,90 sentimetra í sínu öðru kasti og bætti fimm daga gamalt Íslandsmet sitt um 8 sentimetra. Í sínu fimmta kasti flaug sleggjan svo 77,10 metra sem er tíundi besti árangurinn í heiminum í ár. Hilmar er farinn að nálgast Ólympíulágmarkið sem er 77,50 metrar. Tímabilið til þess að ná lágmarki opnar 1. desember á þessu ári og er opið til 29. júní 2021. Aðeins er gert ráð fyrir því að þeir allra bestu komist inn á lágmarki og svo er fyllt upp í 32 keppendur út frá stöðu á heimslista.

Vigdís kastaði lengst 63,44 metra sem er 74 sentimetrum lengra en fyrra Íslandsmet hennar. Vigís var að bæta met sitt í fimmta sinn í sumar og fjórtánda skiptið frá upphafi.